Um okkur
Velkomin í Undraveröld!
Við erum þrír bræður sem höfum alltaf haft brennandi áhuga á viðskiptum, nýsköpun og því að skapa eitthvað einstakt. Undraveröld er okkar fjölskyldufyrirtæki, þar sem við viljum bjóða upp á skemmtileg, fræðandi og skapandi leikföng fyrir börn og fullorðna.
Hvernig byrjaði þetta allt?
Það hófst allt á æskuárunum þegar við föttuðum að það besta sem við vissum var að pæla í nýjum hugmyndum og finna leiðir til að byggja eitthvað upp. Við höfum alltaf haft gaman af því að reka okkar eigið og eftir að hafa prófað nokkur viðskiptaævintýri, ákváðum við að stofna okkar eigin netverslun – með vörur sem við sjálfir hefðum viljað hafa þegar við vorum krakkar.
Hvað gerir Undraveröld einstaka?
- Við veljum vörur sem vekja skemmtun, sköpunargleði og forvitni
- Einföld og þægileg verslun – við viljum að það sé auðvelt að finna og panta vörur, án vesenis.
- Við erum alltaf til staðar fyrir viðskiptavini okkar – ef eitthvað er, þá geturðu alltaf haft samband beint við okkur.
Við erum ekki bara að selja leikföng – heldur að skapa upplifun sem gleður, fræðir og færir fjölskyldur saman.
Takk fyrir að heimsækja okkur – við vonum að þú finnir eitthvað spennandi í Undraveröld.