Vöruflokkur: OhFlossy®

Oh Flossy er ástralskt merki sem sérhæfir sig í náttúrulegri og öruggri förðun fyrir börn. Fyrirtækið leggur áherslu á leikgleði og sköpun með vörum sem eru mildar fyrir viðkvæma húð, 100% náttúrulegar, vegan og án allra skaðlegra efna. Allar vörurnar eru handgerðar í Ástralíu og hannaðar með gæðum og öryggi að leiðarljósi.

Með fallegum umbúðum og skemmtilegum litum fær Oh Flossy börn til að njóta þess að prófa förðun á heilbrigðan og öruggan hátt – án þess að nota sterkar snyrtivörur fullorðinna! 💕