Rambaldur – Gyrobot
Rambaldur – Gyrobot
Afhendingatími 0-2 dagar
Afhendingatími 0-2 dagar
Pantanir eru sendar með Dropp og er sendingatími 0-2 virkir dagar.
Ef pantað er fyrir kl 11:30 á virkum dögum þá berst sendingin samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturhorninu.
Rambaldur er margverðlaunaður jafnvægismeistari sem getur tekið á sig ýmsa mynd. Rambald er íslenska orðið yfir Gyroscope, en ramböld eru notuð í óteljandi raftækjum í dag, allt frá snjallsímum og spjaldtölvum yfir í flugvélar og háþróaðar geimskutlur.
Í þessu setti er kennt hvernig hægt er að nota ramböld í hin ýmsu verkefni. Til að aðstoða við kennslu er mættur hinn magnaði Rambaldur sem getur tekið á sig sjö mismunandi form. Rambaldur sjálfur er til dæmis gæddur þeim eiginleika að geta keyrt eftir mjórri línu og haldið þar jafnvægi.
Þetta skemmtilega sett sem virðist stundum sveigja lög þyngdaraflsins gerir öllum kleift að læra einn af flóknari þáttum eðlisfræðinnar á auðveldan og skemmtilegan máta.
Settið sjálft er 102 partar og því fylgir ítarlegur 24 blaðsíðna leiðbeiningarbæklingur um hvernig hægt er að púsla Rambaldi saman, ásamt leikjum og þrautum fyrir hann.
ATH. Notast við 3x AAA rafhlöður sem fylgja ekki.
Aldur 8+
- Góð þjónusta
- 30 daga skilafrestur
- Stuttur afhendingatími